Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fim 17. október 2024 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hver verður Gulldrengur ársins? - Þrír frá Man Utd koma til greina
Mynd: Getty Images

Það er komið í ljós hvaða tuttugu leikmenn koma til greina að vera valinn Gulldrengur ársins.


Gulldrengur ársins eru verðlaun sem ítalski miðillinn Tuttosport hefur valið undanfarna tvo áratugi en leikmenn 21 árs og yngri eiga möguleika á að vinna verðlaunin.

Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid og enska landsliðsins vann verðlaunin í fyrra.

Lamine Yamal, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, þykir líklegastur til að vinna verðlaunin í ár en þessi 17 ára gamli leikmaður lék stórt hlutverk með spænska landsliðinu í sumar þegar liðið varð Evrópumeistari.

Þrír leikmenn Man Utd eru á topp tuttugu listanum og tveir frá Man City. Sigurvegarinn verður krýndur 4. desember.


Athugasemdir
banner