Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fim 17. október 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Með augastað á nokkrum sem eru að verða samningslausir
Jonathan Tah.
Jonathan Tah.
Mynd: EPA
Andreas Christensen, Ilkay Gündogan, Franck Kessie, Memphis Depay og fleiri hafa gengið í raðir Barcelona á frjálsri sölu síðustu ár.

Börsungar hafa verið að nýta sér þann markað síðastliðin ár vegna fjárhagsvandræða.

Í sumar gætu fleiri leikmenn komið til félagsins á frjálsri sölu en Mundo Deportivo segir frá nokkrum leikmönnum sem Barcelona er með augastað á.

Jonathan Tah, miðvörður Bayer Leverkusen og þýska landsliðsins, er efstur á óskalistanum. Hann er víst búinn að tjá Leverkusen að hann ætli ekki að framlengja.

Tveir vinstri bakverðir eru nefndir; Reinildo Mandava hjá Atletico Madrid og Alphonso Davies frá Bayern München. Sá síðarnefndi er líka orðaður við Manchester United og Real Madrid.

Þá er Jonathan David, sóknarmaður Lille, á óskalistanum. Hann hefur verið duglegur að skora í Frakklandi.

Barcelona hefur farið vel af stað á tímabilinu og er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner