Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fim 17. október 2024 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
VAR mistökum í úrvalsdeildinni fækkað um 80%
Mynd: EPA

Howard Webb, yfirmaður dómaramála á Englandi, segir að VAR mistökum hefur fækkað um 80% á þessari leiktíð frá sama tíma á síðustu leiktíð.


Óháð nefnd skipuð fyrrum leikmönnum úrvalsdeildarinnar fara yfir hvert atvik fyrir sig vikulega og þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu að VAR hafi gert tvö mistök á þessari leiktíð samanborð við tíu mistök á sama tíma á síðustu leiktíð.

Það er m.a. atvik þar sem Bruno Fernandes leikmaður Man Utd fékk rautt spjald fyrir brot á James Maddison leikmanni Tottenham.

„Við opinberuðum hljóðbrot þar sem maður heyrir aðstoðardómarann, sem er með gott sjónarhorn, segja 'Þetta lítur illa út, 100% rautt fyrir mér," sagði Webb.

„Frá hans sjónarhorni leit þetta illa út því það lítur út fyrir að takkarnir hafi farið á undan. En það eru önnur sjónarhorn sýnd á Sky Sports. Ég sagði um leið 'Þetta verður tekið til baka', en það var ekki raunin. Ég var pirraður að við hefðum ekki stigið inn í til að leiðrétta því þetta var klárlega rangt að mínu mati."


Athugasemdir
banner