Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fös 18. október 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Átti erfitt með að undirbúa liðið þegar hann frétti af fráfalli Baldock
Chris Wilder
Chris Wilder
Mynd: Getty Images

Chris Wilder, stjóri Sheffield United, greindi frá því að hann og leikmenn liðsins hafi verið í áfalli þegar þeir fengu fregnir af fráfalli George Baldock á dögunum.


Baldock er fyrrum leikmaður liðsins en Wilder fékk hann til félagsins árið 2017 en hann yfirgaf það í sumar og ekk til liðs við Panathinaikos þar sem hann var samherji Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar.

„Þetta hefur verið roslega erfitt. Við erum í fótboltaheiminum, við erum fótboltafólk en það er eitthvað miklu sættra í gangi en einhver fótboltaleikur á föstudaginn," sagði Wilder.

„Ég þarf að tala um leikinn og tala um sorglegt fráfall leikmanns sem hafði svo mikla þýðingu fyrir alla hérna hjá Sheffield United."

Baldock lék einnig á sínum tíma á láni hjá ÍBV.

Sheffield United heimsækir Leeds United í fyrsta leik umferðarinnar í Championship deildinni í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner