Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   fim 17. október 2024 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rooney hissa á enska sambandinu - „Óska honum alls hins besta"
Mynd: Getty Images

Thomas Tuchel var ráðinn þjálfari enska landsliðsins í gær en hann mun formlega taka við liðinu eftir áramót.


Enskir sérfræðingar hafa skiptar skoðanir á þessari ráðningu. Wayne Rooney, stjóri Plymouth og fyrrum landsliðsmaður Englands, er mjög hissa á því að enska sambandið hafi ráðið erlendan þjálfara.

„Ég er hissa. Hann er mjög góður þjálfari en ég er hissa að sambandið hafi ráðið hann. Ég óska honum alls hins besta og vona að honum gangi vel," sagði Rooney.

„Enska sambandið hefur byggt upp góðan vettvang undanfarin 10-15 ár fyrir unga þjálfara svo ég er hissa að þeir hafi ekki ráðið einn af þeim."


Athugasemdir
banner