Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   fim 17. október 2024 21:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Amanda spilaði í tapi gegn Chelsea - Slæm byrjun hjá Wolfsburg
Mynd: Twente

2. umferð riðlakeppni Meistaradeildar kvenna lauk í kvöld en tvö Íslendingalið voru í eldlínunni.


Amanda Andradóttir var í byrjunarliði Twente sem fékk Chelsea í heimsókn. Enska liðið var með 2-0 forystu og gerði endanlega út um leikinn þegar þriðja markið kom úr vítaspyrnu eftir rúmlega klukkutíma leik.

Twente tókst að klóra í bakkann stuttu síðar og þar við sat. Amanda var tekin af velli þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma.

Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði um stundafjórðung þegar Wolfsburg tapaði gegn Lyon í stórleik í Þýskalandi í kvöld. Lyon hefur haft góð tök á Wolfsburg en liðin hafa þrisvar mæst í úrslitum keppninnar þar sem Lyon hefur farið með sigur af hólmi.

Twente er í 3. sæti B riðils með þrjú stig eftir tvær umferðir en Wolfsburg er í 3. sæti A riðils án stiga eftir tap gegn Roma í fyrstu umferð.

Galatasaray W 1 - 6 Roma W
0-1 H. Cissoko ('7 )
0-2 V. Giacinti ('24 )
0-3 E. Haavi('54 )
0-4 M. Giugliano ('59 )
1-4 A. Staskova ('76 )
1-5 M. Pandini ('84 )
1-6 A. Corelli ('87 )

Real Madrid W 4 - 0 Celtic W
1-0 C. Weir ('7 )
2-0 S. Bruun ('72 )
3-0 C. Moller ('80 )
4-0 L. Caicedo ('83 )

Twente W 1 - 3 Chelsea W
0-1 A. Beever-Jones ('7 )
0-2 M. Hamano ('18 )
0-3 G. Reiten ('63 )
1-3 N. Van Dijk ('68 )

Wolfsburg W 0 - 2 Lyon W
0-1 W. Renard ('8 )
0-2 L. Horan ('53 )


Athugasemdir
banner
banner
banner