Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fim 17. október 2024 10:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir heitustu bitarnir á markaðnum hér heima
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær var birtur íslenskur slúðurpakki hér á Fótbolta.net þar sem farið var yfir helstu sögurnar í fótboltanum hér á landi.

Þar mátti sjá að það eru tveir leikmenn sem virðast vera heitustu bitarnir á markaðnum.

Í karlaboltanum er það Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður sem spilaði lengi fyrir íslenska landsliðið. Hann viðurkenndi það á dögunum í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið hjá Jóa Skúla að íslenski boltinn væri að kalla á hann.

Í slúðurpakkanum í gær var hann orðaður við Víking, Stjörnuna, Fram, KR og uppeldisfélagið Selfoss. Líklega hafa enn fleiri félög áhuga á honum.

Jón Daði er 32 ára sóknarmaður sem er án félags eftir að samningur hans við Bolton rann út í sumar. Hann lék síðast á Íslandi árið 2012, þá með Selfossi.

Í kvennaboltanum virðast flest félög hafa áhuga á Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hún var í slúðurpakkanum orðuð við endurkomu í Val, við Víking, Þrótt, FH og nýliða Fram.

Berglind Björg spilaði síðastliðið sumar með Val en hún var að koma til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Valur rifti nýverið samningi við hana en þjálfarar liðsins vilja halda henni. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur hún fengið mörg símtöl frá íslenskum félögum og er baráttan hörð um hana.

Berglind á að baki 72 landsleiki og hefur í þeim skorað 12 mörk. Á árunum 2017-2023 lék hún að mestu erlendis. Hún lék með Hellas Verona og AC Milan á Ítalíu, PSV í Hollandi, Le Havre og PSG í Frakklandi, Hammarby í Svíþjóð og Brann í Noregi.
Athugasemdir
banner
banner
banner