Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
   fös 18. október 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvaða tíu var rætt við? - Bara vitað um tvo
Það var rætt við Pep Guardiola en hann er áfram stjóri Man City.
Það var rætt við Pep Guardiola en hann er áfram stjóri Man City.
Mynd: Getty Images
Enska fótboltasambandið sagði frá því í vikunni að rætt hefði verið við tíu þjálfara áður en Thomas Tuchel var ráðinn.

Enskir fjölmiðlar hafa verið að velta því fyrir sér hvaða þjálfarar það eru en aðeins er vitað um tvo sem ræddu við enska sambandið. Það eru Tuchel og Pep Guardiola, stjóri Englandsmeistara Manchester City.

Átta þjálfarar hafa neitað fyrir það að hafa rætt við enska sambandið og þar á meðal er Eddie Howe, sem þótti frambærilegasti enski kosturinn.

Graham Potter neitaði líka fyrir að hafa rætt við enska sambandið og það gerði Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, líka í dag eftir að Gary Lineker, fyrrum landsliðsmaður Englands, sagði að rætt hefði verið við Ítalska þjálfarann.

Sean Dyche, Frank Lampard, Gary O’Neil, Steve Cooper og Russell Martin hafa líka neitað fyrir að hafa rætt við enska sambandið.

Það verður fróðlegt að sjá hvort það komi í ljós við hvaða þjálfara var rætt þegar það eru svo margir búnir að neita fyrir það.
Athugasemdir
banner
banner