Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
   fös 18. október 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kominn til baka en getur bara spilað einn leik í viku
Reece James.
Reece James.
Mynd: Getty Images
Reece James, fyrirliði Chelsea, er byrjaður að æfa aftur á fullu og getur snúið aftur gegn Liverpool um helgina.

James hefur átt í gríðarlegu basli með meiðsli síðustu ár en hann hefur ekkert komið við sögu með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

„Hann er kominn aftur, loksins kominn til baka," sagði Enzo Maresca, stjóri Chelsea, við fréttamenn í dag.

Maresca sagði jafnframt að James muni taka því rólega til að byrja með.

„Hann mun bara spila einn leik á viku í mesta lagi. Líkami hans getur ekki höndlað tvo leiki á einni viku," sagði Maresca.
Athugasemdir
banner