Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
banner
   fös 18. október 2024 12:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ten Hag skýtur á blaðamenn: Ævintýri og lygar
Mynd: EPA
Erik ten Hag var spurður út í „hávaðann" sem var í kringum hans famtíð hjá Manchester United síðustu tvær vikur. Margir stuðningsmenn félagsins vilja að hann verði látinn fara.

Frá því að United lék gegn Aston Villa hefur daglega, og oft á dag, verið skrifað um framtíð Ten Hag hjá Old Trafford. Ráðamenn hjá félaginu funduðu tveimur dögum eftir leikinn gegn Villa en engar fréttir bárust í kjölfar fundarins.

Hollendingurinn sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag en framundan er leikur gegn Brentford á heimavelli.

„Hávaðinn kemur einungis frá einhverjum ykkar í fjölmiðlum, búa til sögur og ævintýri, og birta lygar."

„Blaðamenn trúðu mér ekki. Ég sá greinarnar. Auðvitað erum við ósáttir með stöðuna sem við erum í."

„Á endanum er þetta rólegt og yfirvegað innanborðs hjá okkur. Við höldum okkar við áætlunina og erum mjög sannfærð um að það muni takast,"
segir Ten Hag. United situr í 14. sæti úrvalsdeildarinnar sem er mjög óviðunandi staða.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 7 6 0 1 13 2 +11 18
2 Man City 7 5 2 0 17 8 +9 17
3 Arsenal 7 5 2 0 15 6 +9 17
4 Chelsea 7 4 2 1 16 8 +8 14
5 Aston Villa 7 4 2 1 12 9 +3 14
6 Brighton 7 3 3 1 13 10 +3 12
7 Newcastle 7 3 3 1 8 7 +1 12
8 Fulham 7 3 2 2 10 8 +2 11
9 Tottenham 7 3 1 3 14 8 +6 10
10 Nott. Forest 7 2 4 1 7 6 +1 10
11 Brentford 7 3 1 3 13 13 0 10
12 West Ham 7 2 2 3 10 11 -1 8
13 Bournemouth 7 2 2 3 8 10 -2 8
14 Man Utd 7 2 2 3 5 8 -3 8
15 Leicester 7 1 3 3 9 12 -3 6
16 Everton 7 1 2 4 7 15 -8 5
17 Ipswich Town 7 0 4 3 6 14 -8 4
18 Crystal Palace 7 0 3 4 5 10 -5 3
19 Southampton 7 0 1 6 4 15 -11 1
20 Wolves 7 0 1 6 9 21 -12 1
Athugasemdir
banner