Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
   fös 18. október 2024 17:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun
HK getur fallið um helgina og Evrópubaráttan ráðist
Staðan er ekki góð hjá HK.
Staðan er ekki góð hjá HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef allt gengur upp fyrir Val getur liðið tryggt sér Evrópusæti á morgun.
Ef allt gengur upp fyrir Val getur liðið tryggt sér Evrópusæti á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mun Víkingi duga jafntefli í lokaumferðinni?
Mun Víkingi duga jafntefli í lokaumferðinni?
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Blikar munu vita hvernig fór hjá Víkingi þegar þeir spila gegn Stjörnunni.
Blikar munu vita hvernig fór hjá Víkingi þegar þeir spila gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
26. og næstsíðasta umferðin í Bestu deildinni fer fram um helgina. Fjórir leikir fara fram á morgun og tveir á sunnudag. Það er ljóst að það verður úrslitaleikur í lokaumferðinni milli Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn.

Ljóst varð í síðustu umferð að Fylkir verður í Lengjudeildinni næsta sumar en um helgina gæti það ráðist hvort HK fylgi liðinu niður.

Þá er þriggja liða barátta um þriðja sætið, síðasta Evrópusætið.

Titilbaráttan: Víkingur með markatöluna
Víkingur mætir ÍA á útivelli á morgun. Leikurinn hefst klukkan 14:00, þremur tímum áður en Breiðablik mætir Stjörnunni á Kópavogsvelli. Blikar munu því vita hvernig leikur Víkings fór áður en þeir hefja leik gegn Stjörnunni. Sigri Víkingur á morgun þá mun liðinu duga jafntefli í lokaumferðinni. En ef Breiðablik fær fleiri stig á morgun en Víkingur þá verða ríkjandi meistararnir að vinna í lokaumferðinni. Staðan yrði í raun óbreytt ef Víkingur gerir jafntefli og Breiðablik tapar á morgun. Ef Víkingur vinnur á morgun og Breiðablik tapar þá þarf Breiðablik að vinna með a.m.k. sex mörkum í lokaumferðinni til að verða meistari.

Evrópusætið: Valur í bílstjórasætinu
ÍA og Stjarnan eru að mæta toppliðunum. Valur er í bílstjórasætinu í Evrópubaráttunni, með betri markatölu og stigi meira en Stjarnan. ÍA er svo tveimur stigum á eftir Stjörnunni. Valur mætir FH á morgun sem hefur tapað öllum leikjunum til þessa eftir tvískiptingu. ÍA og Valur mætast í lokaumferðinni og til að eiga raunhæfan möguleika á Evrópusæti þarf ÍA að fá fleiri stig en Valur á morgun. Ef Valur vinnur gegn FH og bæði Stjarnan og ÍA misstíga sig þá tryggir Valur sér Evrópusæti.

Fallbaráttan: HK getur fallið
KA, Fram og KR geta reynt að búa til eitthvað úr því að ná sjöunda sætinu. Það eitt og sér skiptir engu máli, en það er alltaf betra að enda tímabilið vel, það getur skipt máli upp á næsta tímabil að gera.

Þar fyrir neðan eru Vestri og HK að berjast um síðasta örugga sætið. Útlitið er svart fyrir HK. Liðið er þremur stigum á eftir Vestra sem er með mun betri markatölu. HK getur horft í það að liðið á leik gegn Fram sem hefur sýnt mjög lélega frammistöðu að undanförnu; tapað síðustu tveimur leikjum og hefði hæglega getað tapað gegn Fylki þar á undan.

Þegar HK spilar á sunnudagskvöldið veit liðið hvernig fór hjá Vestra gegn KA því sá leikur fer fram á morgun. Nokkuð skrítin niðurröðun en henni verður ekki breytt héðan í frá. Ef KA vinnur Vestra gæti það sett blóð á tennurnar á HK-ingum sem sæju þá aukna möguleika á því að halda sér uppi. HK þyrfti samt alltaf að treysta á að fallnir Fylkismenn myndu gera eitthvað gegn Vestra á útivelli í lokaumferðinni. Það eru pælingar sem þeir þurfa að ýta til hliðar í bili.

26. umferðin
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 ÍA-Víkingur R. (ELKEM völlurinn)
14:00 FH-Valur (Kaplakrikavöllur)
17:00 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 KA-Vestri (Greifavöllurinn)

sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
19:15 Fylkir-KR (Würth völlurinn)
19:15 HK-Fram (Kórinn)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 25 17 5 3 64 - 27 +37 56
2.    Breiðablik 25 17 5 3 58 - 30 +28 56
3.    Valur 25 11 7 7 59 - 40 +19 40
4.    Stjarnan 25 11 6 8 47 - 39 +8 39
5.    ÍA 25 11 4 10 45 - 37 +8 37
6.    FH 25 9 6 10 40 - 46 -6 33
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 25 8 7 10 38 - 46 -8 31
2.    Fram 25 8 6 11 36 - 43 -7 30
3.    KR 25 7 7 11 48 - 49 -1 28
4.    Vestri 25 6 7 12 30 - 48 -18 25
5.    HK 25 6 4 15 32 - 63 -31 22
6.    Fylkir 25 4 6 15 29 - 58 -29 18
Athugasemdir
banner
banner
banner