Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
   fös 18. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ásakanirnar trufli ekki Mbappe - „Allt annar leikmaður"
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, segir að fréttir sænskra fjölmiðla séu ekki að trufla stórstjörnuna Kylian Mbappe.

Mbappe var ekki hluti af franska landsliðinu síðasta landsliðsglugga vegna meiðsla en hann ákvað því að skella sér til Stokkhólms ásamt vinum sínum. Fór hann út á lífið með þeim á meðan franska landsliðið spilaði.

Í vikunni sögðu sænskir fjölmiðlar frá því að Mbappe sé sakaður um nauðgun sem átti sér stað á hóteli sem hann gisti á í Stokkhólmi. Blaðamaður Expressen segir að Mbappe sé 100 prósent sá sem lögregla er að rannsaka í tengslum við málið.

Mbappe steig fram í vikunni á samfélagsmiðlum og sagði þetta einfaldlega „falsfréttir" og lögmaður hans segist ætla í mál við sænska fjölmiðla. En Ancelotti segir hann rólegan og á góðum stað fótboltalega.

„Hann nýtti landsleikjafríið vel og er á betri stað. Líkamlega er hann á mun betri stað, hann er allt annar leikmaður en hann var fyrir fríið," sagði Ancelotti.

Ítalski stjórinn sagði fréttirnar ekki trufla Mbappe en hann vildi annars lítið tjá sig um þær. Hann sagði jafnframt hefði mátt fara hvert sem hann vildi í fríinu en hann hafi nýtt það til að koma sér í betra líkamlegt ástand eftir meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner
banner