Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
banner
   mið 19. febrúar 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Albert verður frá næsta mánuðinn - Tæpur fyrir umspilsleikina
Icelandair
Albert hefur skorað 10 mörk í 37 A-landsleikjum. Hann er kominn með 5 mörk í 16 leikjum hjá Fiorentina.
Albert hefur skorað 10 mörk í 37 A-landsleikjum. Hann er kominn með 5 mörk í 16 leikjum hjá Fiorentina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalskir fjölmiðlar búast við því að Albert Guðmundsson verði fjarverandi næsta mánuðinn hið minnsta eftir að hann varð fyrir bakmeiðslum í 0-2 tapi á heimavelli gegn Como um helgina.

Talið er að Albert missi því af leikjum gegn Verona, Lecce, Napoli og Juventus áður en fyrsta landsleikjahlé ársins ber að garði í seinni hluta mars.

Óljóst er hvort hann geti verið klár í slaginn fyrir verkefni íslenska landsliðsins í mars, þegar Strákarnir okkar spila úrslitaleiki við Kósovó um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Tapliðið mun leika í C-deild á næstu leiktíð.

Kósovó sigraði leiki gegn Kýpur og LItháen til að fá umspilsleik við Ísland, en tapaði fyrir Rúmeníu.

Ísland tapaði gegn Wales og Tyrklandi en sigraði Svartfjallaland og sleppur því við beint fall niður um deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner