Í ársreikningum Manchester United kemur það fram að það kostaði félagið 4,1 milljónir punda að ráða Dan Ashworth og reka hann svo fimm mánuðum síðar.
Ashworth var ráðinn yfirmaður fótboltamála hjá Man Utd og tók þar til starfa síðastliðið sumar. United þurfti að borga til að losa hann undan samningi hjá Newcastle.
Ashworth var ráðinn yfirmaður fótboltamála hjá Man Utd og tók þar til starfa síðastliðið sumar. United þurfti að borga til að losa hann undan samningi hjá Newcastle.
Hann var svo rekinn frá félaginu í desember á síðasta ári eftir að hafa starfað hjá félaginu í um fimm mánuði. Sir Jim Ratcliffe, eigandi Man Utd, var fljótur að missa trú á Ashworth.
Þetta var ekki ódýr ákvörðun fyrir Man Utd og það sama má segja um ákvörðunina að endurráða og reka svo Erik ten Hag. Þessar ákvarðanir hafa haft mikil áhrif á fjárhag félagsins.
Athugasemdir