Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mið 19. febrúar 2025 19:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Dortmund áfram eftir bragðdauft jafntefli
Mynd: EPA
Borussia D. 0 - 0 Sporting
0-0 Serhou Guirassy ('59 , Misnotað víti)

Dortmund er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir markalaust jafntefli á heimavelli gegn Sporting í kvöld.

Fyrri leikurinn fór 3-0 fyrir Dortmund í Portúgal svo þetta var nánast formsatriði fyrir liðið að klára einvígið.

Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt rólegur en gestirnir ógnuðu ekkert að marki heimamanna. Mesta ógn Dortmund kom með skotum utan af velli.

Rui Silva, markvörður Sporting, braut á Karim Adeyemi eftir tæplega klukkutíma leik og vítaspyrna dæmd. Silva gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna frá Serhou Guirassy.

Gio Reyna kom inn á sem varamaður hjá Dortmund og hann fékk besta færi leiksins stuttu síðar en skot hans fór í stöngina. Íslenski Bandaríkjamaðurinn Cole Campbell var ónotaður varamaður hjá Dortmund.
Athugasemdir
banner
banner
banner