Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, er óvænt orðaður við Real madrid ef Carlo Ancelotti yfirgefur spænska félagið í lok tímabilsins.
Iraola hefur náð stórkostlegum árangri með Bournemouth síðan hann tók við liðinu um sumarið 2023 en liðið er þessa stundina í 5. sæti úrvalsdeildarinnar eftir að hafa hafnað í 12. sæti á síðustu leiktíð.
Daily Mail greinir frá því að nafn Iraola sé á óskalista Real Madrid en þar má einnig finna Xabi Alonso sem var einnig orðaður við liðið síðasta sumar.
Það hefur verið hávær orðrómur að undanförnu að Carlo Ancelotti muni yfirgefa Real eftir tímabilið en það þykir líklegast að Alonso taki við af honum.
Athugasemdir