Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fim 20. febrúar 2025 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool setur sig í samband við Real Madrid
Arda Guler.
Arda Guler.
Mynd: EPA
Samkvæmt fjölmiðlum á Spáni þá hefur Liverpool, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, kannað stöðuna á Arda Guler, leikmanni Real Madrid.

Guler gekk í raðir Real Madrid frá Fenerbahce í Tyrklandi og voru miklar væntingar gerðar til hans.

Hinn 19 ára gamli Guler hefur hins vegar ekki náð að sýna úr hverju hann er gerður. Hann hefur ekki náð að festa sig í sessi í ógnarsterku liði Madrídinga.

Samkvæmt Fichajes á Spáni er Guler tilbúinn að fara frá Real Madrid í sumar í leit að meiri spiltíma. Og sá sami fjölmiðill segir að Liverpool sé eitt þeirra félaga sem hafi spurst fyrir um Guler.

Bayern München hefur líka sýnt Guler áhuga og þá er Manchester United með augastað á honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner