Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mið 19. febrúar 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Getur aðeins séð Man Utd vinna einn af síðustu 13 leikjunum
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.
Mynd: EPA
Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, er ekki mjög bjartsýnn þessa dagana.

Það er kannski ekki skrítið þar sem það hefur gengið hörmulega hjá United að undanförnu. Eftir tap gegn Tottenham um liðna helgi situr liðið í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Ferdinand, sem vann mikinn fjölda titla með Man Utd, hefur áhyggjur af falli.

„Einhverjir hafa sagt að við þurfum ellefu stig til að halda okkur uppi og ég er farinn að hallast að því líka," sagði Ferdinand í hlaðvarpi sínu.

„Ég er að tala af hreinskilni hér. Eini leikurinn sem ég sé okkur fá eitthvað úr er gegn Leicester. Ég sé enga aðra sigra og það er vandamál."
Athugasemdir
banner
banner
banner