Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
banner
   mið 19. febrúar 2025 16:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Sig til Malmö (Staðfest)
Dramatískt kynningarmyndband
Mynd: Malmö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður sænsku meistaranna í Malmö. Hann kemur á frjálsri sölu eftir að samningi hans við Blackburn var rift á dögunum.

Hann skrifar undir samning sem gildir út næstu þrjú tímabil og verður í treyju númer 8. Skagamaðurinn er 25 ára gamall og á að baki 34 landsleiki.

Hann hefur verið talsvert frá síðasta hálfa árið, bæði vegna meiðsla og veikinda en er að snúa aftur á völlinn. Í 41 leik með Blackburn skoraði Arnór átta mörk og lagði upp fimm.

Arnór þekkir vel til í Svíþjóð en hann hóf atvinnumannaferilinn hjá Norrköping árið 2017 og kom aftur til Norrköping árið 2022 á láni frá CSKA. Hann var einn allra besti leikmaður sænsku deildarinnar þegar hann spilaði í seinna skiptið með Norrköping.

„Arnór Sigurðsson er leikmaður sem hefur áður sýnt gæði sín í Allsvenskan. Hann hefur líka verið erlendis og safnað dýrmætri reynslu sem mun hjálpa okkur bæði í deildinni og í Evrópu," segir Daniel Andersson sem er íþróttastjóri Malmö.

„Hann er mjög teknískur og kemur að mörkum. Hann er fjölhæfur leikmaður sem er auðvitað kostur."

Arnór hefur sjálfur eftirfarandi að segja: „Ég er mjög ánægður og þakklátur. Þetta er stórt félag með ótrúlega góða leikmenn sem berst um titla og spilar í Evrópu."

„Sem fótboltamaður veit ég að ég et hjálpað liðinu innan vallar sem utan. Ég er snöggur, er góður með boltann og finnst gaman að skapa færi og skora mörk. En ég hef líka gaman af því að berjast fyrir liðið. Ég get ekki beðið eftir að byrja,"
segir Arnór.

Hjá Malmö verður hann liðsfélagi U19 landsliðsmannsins Daníels Tristans Guðjohnsen.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner