Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
banner
   mið 19. febrúar 2025 18:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Aston Villa og Liverpool: Rashford byrjar sinn fyrsta leik - Jones inn hjá Liverpool
Mynd: Aston Villa
Aston Villa fær Liverpool í heimsókn í leik kvöldsins í úrvalsdeildinni. Leikurinn átti að fara fram þann 15. mars en var færður þar sem Liverpool er í úrslitum deildabikarsins þá helgi.

Unai Emery gerir þrjár breytingar á sínu liði sem gerði jafntefli gegn Ipswich um helgina.

Marcus Rashford og Marco Asensio byrja sinn fyrsta leik þá kemur Tyrone Mings inn fyrir Boubacar Kamara sem er meiddur. Donyell Malen og Jacob Ramsey setjast á bekkinn.

Arne Slot gerir eina breytingu á liðinu frá naumum sigri gegn Wolves um helgina. Luis Diaz fær sér sæti á bekknum og Curtis Jones kemur inn í hans stað. Cody Gakpo er áfram á meiðslalistanum.

Aston Villa: Martinez, Garcia, Disasi, Mings, Digne, Asensio, Tielemans, McGinn, Rashford, Rogers; Watkins.
Bekkur: Olsen, Zych, Cash, Bogarde, Maatsen, Malen, Ramsey; Jimoh-Aloba.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konate, Van Dijk, Robertson, Szoboszlai, Mac Allister, Jones, Gravenberch, Salah, Jota.
Bekkur: Kelleher, Endo, Díaz, Núñez, Chiesa, Elliott, Tsimikas, Quansah, Bradley.
Athugasemdir
banner
banner
banner