Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fim 20. febrúar 2025 09:54
Elvar Geir Magnússon
Gott að hafa hann með þó hann geti ekki spilað
Pablo á æfingu í Aþenu í gær.
Pablo á æfingu í Aþenu í gær.
Mynd: Víkingur
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkings kom inn á það á fréttamannafundi á Ólympíuleikvangnum í Aþenu í gær að það sé gott að hafa Pablo Punyed með hópnum í þessu verkefni þó vitað hafi verið að hann gæti ekki tekið þátt í leikjunum.

Pablo hefur verið með leikmannahópnum og haldið áfram að vinna að endurkomu sinni eftir krossbandaslit í fyrra.

Lestu um leikinn: Panathinaikos 2 -  0 Víkingur R.

„Svo er Pablo að skríða til baka. Hann er búinn að vera með á sendingaræfingum og er að koma sér í meiri fótbolta sem er frábært fyrir hann," segir Sölvi.

Pablo hefur verið einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins í mörg ár. Hann er 34 ára og Sölvi segir að það hafi verið dýrmætt að hafa hann að með hópnum og miðla af reynslu sinni.

Í kvöld klukkan 20 að íslenskum tíma mætast Panathinaikos og Víkingur í seinni viðureign sinni í Sambandsdeildinni en Víkingur leiðir í einvíginu eftir 2-1 sigur í Helsinki fyrir viku síðan.
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Athugasemdir
banner
banner
banner