Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mið 19. febrúar 2025 20:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að Kompany hafi niðurlægt Muller
Mynd: EPA
Þýska goðsögnin Lothar Matthaus segir að Vincent Kompany, stjóri Bayern, hafi niðurlægt Thomas Muller í leik liðsins gegn Celtic í Meistaradeildinni í gær.

Muller er 35 ára gamall en hann hefur leikið allan sinn feril hjá Bayern. Hann hefur verið í algjöru aukahlutverki á þessu tímabili en hann kom inn á þegar nokkrar sekúndur voru eftir í gær.

„Þetta er niðurlægjandi. Ég var sorgmæddur og vorkenndi honum," sagði Matthaus.

„Thomas Muller á ekki að þurfa að ganga í gegnum þetta. Hann er einn sigursælasti leikmaður allra tíma. Stjórinn getur valið einhvern annan til að setja inn á þessum tímapunkti:"

„Ef þetta er það sem koma skal í framtíðinni ætti Muller að leita annað. Ég held að hann hafi ekki haft gaman af þessu. Til hvers? Svo hann geti fengið einn Meistaradeildarleik í viðbót. Mér hefði liðið heimskulega ef ég væri hann," sagði Matthaus.
Athugasemdir
banner
banner