Guðmundur Þórarinsson fékk tækifæri í byrjunarliði Noah þegar liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum bikarsins í Armeníu í dag.
Þetta er í fyrsta sinn sem hann er í byrjunarliðinu síðan í október en meiðsli hafa sett strik í reikninginn.
Hann átti stóran þátt í seinna marki liðsins í 2-0 sigri gegn Alashkert.
Það kom sending í átt að teignum og Guðmundur hljóp yfir boltann og hann barst til Gor Manvelyan sem tryggði liðinu sigurinn.
Liðið er því komið í átta liða úrslit og er á toppnum í deildinni með tveggja stiga forystu og á tvo leiki til góða. Vonandi er Guðmundur kominn á fullt og fær fleiri tækifæri í liðinu.
Athugasemdir