Hinrik Harðarson er undir smásjá norska félagsins Odd sem hefur áhuga á að fá þennan U21 landsliðsmann sem spilar fyrir ÍA.
Hann átti flott tímabil með ÍA í Bestu deildinni í fyrra en hann og Viktor Jónsson náðu gríðarlega vel saman í sókn liðsins. Hann skoraði sjö mörk og átti fimm stoðsendingar.
Hann átti flott tímabil með ÍA í Bestu deildinni í fyrra en hann og Viktor Jónsson náðu gríðarlega vel saman í sókn liðsins. Hann skoraði sjö mörk og átti fimm stoðsendingar.
Hinrik á eitt tímabil að baki með ÍA en félagið keypti hann frá Þrótti eftir að hann hafði skorað ellefu mörk í 22 leikjum í Lengjudeildinni sumarið 2023.
Odd, eða Odds Ballklubb, féll úr norsku úrvalsdeildinni í fyrra og gæti reynt að fá Hinrik til að aðstoða sig við að komast aftur í deild þeirra bestu.
Odd hefur unnið norsku bikarkeppnina oftast allra liða, eða alls 12 sinnum, síðast árið 2000.
Athugasemdir