Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mið 19. febrúar 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd með ákveðið forskot í kapphlaupinu um Delap
Liam Delap.
Liam Delap.
Mynd: Ipswich Town
Manchester United hefur áhuga á því að krækja í Liam Delap næsta sumar.

Delap hefur leikið vel með Ipswich í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og hefur hann skorað tíu mörk í 24 leikjum fyrir lið sem er í fallbaráttu.

Manchester City á möguleikann á því að kaupa Delap til baka fyrir 40 milljónir punda en hann var í akademíu félagsins en Manchester Evening News fjallar um það að United sé með ákveðið forskot í baráttunni um leikmanninn.

United þarf nauðsynlega á sóknarmanni að halda, annað en City, og svo er Jason Wilcox að vinna á bak við tjöldin fyrir United.

Wilcox hefur áður sótt Delap en hann starfaði áður sem yfirmaður akademíunnar hjá City. Þangað fékk hann Delap frá Derby County. Að þeir þekkist vel er jákvætt fyrir Man Utd í baráttunni um leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner