Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mið 19. febrúar 2025 14:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segja Arnór fá risa undirskriftarbónus
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson er að öllum líkindum að ganga í raðir sænsku meistaranna í Malmö en hann kæmi þá á frjálsri sölu frá Blackburn eftir að samningi hans við enska félagið var rift.

Footbolldirekt.se fjallar um launatölur í lokaðri grein sem Fotbollskanalen og fleiri sænskir miðlar vitna í. Í inngangi greinarinnar er því velt upp hvort Arnór sé best launaði leikmaður í sögu sænsku deildarinnar.

Því er haldið fram að Arnór fái 12 milljónir sænskra króna fyrir það að skrifa undir hjá Malmö og fái 200 þúsund sænskar krónur í mánaðarlaun. Mánaðarlaunin eru á pappírunum ekki svo svakaleg, eða rúmlega 2,5 milljónir íslenskra króna, en undirskriftarbónusinn væri á við fimma ára laun Arnórs, eða tæplega 160 milljónir íslenskra króna.

Umræddur samningur við Arnór er sagður vera til þriggja ára og er sagt að heildarverðmæti samningsins sé um 20 milljónir sænskra króna, eða um 260 milljónir íslenskra króna. Sagt er að Arnór hafi verið á um fjórum sinnum hærri mánaðarlaunum hjá Blackburn.

Arnór hefur verið eftirsóttur að undanförnu, orðaður við stærstu félög Danmerkur og svo sænsku félögin Djurgården og Norrköping, þar sem hann lék áður en hann fór til Blackburn. Arnór var einn allra besti leikmaður sæsnku deildarinnar áður en hann fór til Blackburn.

Arnór er 25 ára og skoraði átta mörk og átti fimm stoðsendingar í 41 leik með Blackburn.
Athugasemdir
banner
banner
banner