Það var sögulegt kvöld á Santiago Bernabeu í gær þegar Real Madrid sló Manchester City úr leik í Meistaradeildinni.
Eftir 2-3 sigur í útileiknum, þá var þetta afar þægilegt fyrir spænska stórveldið í gær. Kylian Mbappe fór á kostum og átti í raun aldrei möguleika.
Eftir 2-3 sigur í útileiknum, þá var þetta afar þægilegt fyrir spænska stórveldið í gær. Kylian Mbappe fór á kostum og átti í raun aldrei möguleika.
Ástæðan fyrir því að þetta var sögulegt kvöld er sú að þetta er í fyrsta sinn á stjóraferli Pep Guardiola þar sem hann fellur úr leik í Meistaradeildinni áður en 16-liða úrslitin fara af stað.
Guardiola hefur alltaf farið í 16-liða úrslitin með sín lið en á því er breyting núna.
Þetta hefur verið afskaplega erfitt tímabil fyrir Man City og alls ekki eftir væntingum.
Athugasemdir