Ademola Lookman hefur gefið út yfirlýsingu eftir orð þjálfara síns, Gian Piero Gasperini, í gær.
„Lookman átti ekki að taka þessa vítaspyrnu, hann er ein af verstu vítaskyttum sem ég hef nokkurn tímann séð," sagði Gasperini og bætti við:
„Lookman átti ekki að taka þessa vítaspyrnu, hann er ein af verstu vítaskyttum sem ég hef nokkurn tímann séð," sagði Gasperini og bætti við:
„Hann vildi taka vítið eftir að hafa skorað fyrsta markið. Hann tók boltann og ákvað að fara sjálfur þó að Retegui og De Ketelaere hafi verið á vellinum. Mér líkar ekki við þetta sem hann gerði."
Ef Lookman hefði skorað úr vítaspyrnunni, þá hefði Atalanta komist aftur inn í einvígið en Simon Mignolet varði frá honum. Club Brugge fór svo með sigur af hólmi.
„Það syrgir mig á degi sem þessum að þurfa að skrifa þessa yfirlýsingu," skrifar Lookman á samfélagsmiðla sína í dag.
„Að vera tekinn svona fyrir er ekki bara sárt, heldur er það líka vanvirðing eftir alla þá vinnu og skuldbindingu sem ég hef lagt á mig á hverjum degi til að ná árangri fyrir félagið og stuðningsmennina ótrúlegu hér í Bergamo."
Lookman segir í yfirlýsingu sinni að sá sem hafi átt að taka vítið hafi beðið sig um að gera það.
„Lífið snýst um áskoranir og að breyta sársauka í kraft, og ég mun halda áfram að gera það."
— Ademola Lookman (@Alookman_) February 19, 2025
Athugasemdir