Sam Allardyce, sá litríki stjóri, segist hafa heyrt ástæðuna fyrir því af hverju Liverpool vildi ekki ráða Rúben Amorim síðasta sumar.
Amorim var nefndur til sögunnar hjá Liverpool áður en Arne Slot var ráðinn. Slot hefur svo náð mögnuðum árangri og er með liðið á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Amorim var nefndur til sögunnar hjá Liverpool áður en Arne Slot var ráðinn. Slot hefur svo náð mögnuðum árangri og er með liðið á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
„Mér var sagt að Liverpool vildi ekki fá hann þar sem hann svo þrjóskur. Liverpool vildi ekki spila eins og hann vill spila," sagði Allardyce.
Amorim er mjög þrjóskur varðandi 3-4-3 kerfið sitt. Það hefur ekki gengið vel með það kerfi hjá Manchester United eftir að hann tók við stjórnartaumunum þar undir lok síðasta árs.
„Liverpool vildi ekki spila svona og þess vegna ákváðu þeir að ráða Slot."
Athugasemdir