Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
banner
   mið 19. febrúar 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eigendur Newcastle kaupa hlut í DAZN sjónvarpsveitunni
Mynd: EPA
Þjóðverjarnir hjá Kicker eru meðal þeirra fyrstu að greina frá því að sjónvarpsveitan DAZN hafi samþykkt risatilboð frá sádi-arabíska fjárfestingarsjóðinum.

Fjárfestingarsjóðurinn keypti Newcastle United fyrir nokkrum árum og vakti mikið umtal en núna hefur verið ákveðið að fjárfesta á nýjum stað.

DAZN er risastór veita með sjónvarpsréttindi fyrir margar af helstu deildum heims í ýmsum íþróttagreinum, auk þess að vera með einkarétt á útsendingum frá HM félagsliða sem verður haldið komandi sumar.

Sádarnir borga um 1 milljarð evra til að kaupa hlut í DAZN. Hluturinn verður ekki ráðandi en ekki er tekið fram hversu mikið prósentuhlutfall þeir munu eiga í fyrirtækinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner