Þjóðverjarnir hjá Kicker eru meðal þeirra fyrstu að greina frá því að sjónvarpsveitan DAZN hafi samþykkt risatilboð frá sádi-arabíska fjárfestingarsjóðinum.
Fjárfestingarsjóðurinn keypti Newcastle United fyrir nokkrum árum og vakti mikið umtal en núna hefur verið ákveðið að fjárfesta á nýjum stað.
DAZN er risastór veita með sjónvarpsréttindi fyrir margar af helstu deildum heims í ýmsum íþróttagreinum, auk þess að vera með einkarétt á útsendingum frá HM félagsliða sem verður haldið komandi sumar.
Sádarnir borga um 1 milljarð evra til að kaupa hlut í DAZN. Hluturinn verður ekki ráðandi en ekki er tekið fram hversu mikið prósentuhlutfall þeir munu eiga í fyrirtækinu.
Athugasemdir