Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
banner
   mið 19. febrúar 2025 23:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dregið í 16 liða úrslit á föstudaginn - Þessi lið verða í pottinum
Mynd: EPA
Það er orðið ljóst hvaða lið eru komin áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir leiki kvöldsins í umspilinu.

Dortmund, PSG, Real Madrid og PSV tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitunum í kvöld en lið á borð við Juventus og Manchester City hafa lokið keppni. Feyenoord, Club Brugge, Bayern og Benfica komust áfram í gær.

Það verður risa leikur í 16 liða úrslitunum en PSG getur mætt Barcelona eða Liverpool sem enduðu í tveimur efstu sætunum í deildakeppninni. Dregið verður í 16 liða úrslit í hádeginu á föstudaginn en einnig verður dregið í átta liða og undanúrslitum.

Þá geta tveir spennandi leikir milli liða frá sama landi þar sem Real Madrid og Bayern mæta annað hvort Atletico eða Leverkusen. Arsenal fer til Hollands þar sem liðið getur mætt Feyenoord eða PSV. Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille fá annað hvort Dortmund eða Club Brugge.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner