Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mið 19. febrúar 2025 16:48
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
„Aldrei að vita nema hann geti nýst okkur á morgun“
Gunnar Vatnhamar.
Gunnar Vatnhamar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í þessum skrifuðu orðum er lið Víkings að klára æfingu á keppnisvellinum, Ólympíuleikvangnum í Aþenu. Annað kvöld er seinni leikurinn við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar.

Víkingur hefur 2-1 forystu eftir fyrri leikinn og mikil spenna og eftirvænting sem ríkir fyrir leiknum á morgun.

Gunnar Vatnhamar hefur æft í vikunni en hann hefur verið á meiðslalistanum og var ekki með í fyrri leiknum. Sölvi Ottesen, þjálfari Víkings, segir að færeyski landsliðsmaðurinn gæti komið við sögu á morgun.

„Hann er allur að koma til. Honum vantar leikæfingu en aldrei að vita nema hann geti nýst okkur á morgun. Hann er allavega klár. Svo er gott að fá Kalla og Niko er banni og allir eru klárir í bátana," sagði Sölvi rétt fyrir æfinguna í dag.

Karl Friðleifur Gunnarsson og Nikolaj Hansen koma úr leikbanni og er það kærkomið fyrir Víkinga. Oliver Ekroth tók ekki þátt í allri æfingunni þegar fréttamaður var viðstaddur í vikunni en miðað við orð Sölva er varnarmaðurinn öflugi til í tuskið.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma, 22:00 að staðartíma.
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Athugasemdir
banner
banner
banner