
Manchester United þarf að styrkja sóknarlínuna, Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak og Tottenham horfir til stjóra Bournemouth. Þetta og meira í slúðurpakknum.
Manchester United íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í enska framherjann Liam Delap (22) hjá Ipswich Town. Delap, sem kom í gegnum akademíu Manchester City, er með tíu mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og er einnig á blaði hjá Chelsea. (i Paper)
Liverpool er tilbúið að bjóða Newcastle að fá Darwin Nunez (25) auk peninga fyrir sænska framherjann Alexander Isak (25) sem metinn er á 100 milljónir punda. Isak hefur skorað sautján mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. (Football Insider)
Hins vegar mun Newcastle ekki leyfa sínum bestu leikmönnum að fara ef félagið missir af því að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili. (Daily Mail)
Arsenal og Chelsea hafa áhuga á franska framherjanum Hugo Ekitike (22) hjá Eintracht Frankfurt sem varakost fyrir Isak. (CaughtOffside)
Það stefnir í annasamt sumar hjá Liverpool en Frenkie de Jong (27), miðjumaður Barcelona og Hollands, er á meðal leikmanna sem þeir rauðu gætu boðið í. (Teamtalk)
Andoni Iraola, sem hefur fengið stuðningsmenn Bournemouth til að dreyma, er efstur á lista Tottenham ef félagið rekur Ange Postecoglou sem er undir pressu. (Talksport)
Argentínski miðjumaðurinn Maximo Perrone (22) hjá Manchester City vill ganga alfarið í raðir Como þar sem hann er á láni. Stjóri Como er Cesc Fabregas, fyrrum miðjumaður Arsenal og Chelsea. (Calcioline)
Brighton gæti talið sig þurfa að selja japanska framherjann Kaoru Mitoma (27) í sumar fyrir um 66 milljónir punda en þá mun hann eiga tvö ár eftir af samningi. Chelsea er eitt af félögunum sem hafa áhuga. (CaughtOffside)
Tijjani Reijnders (26), miðjumaður AC Milan, mun skrifa undir nýjan samning við ítalska félagið til ársins 2030. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir