„Ef við náum fram okkar besta leik þá verður niðurstaðan okkur hagstæð," segir Rui Vitória, þjálfari Panathinaikos, fyrir seinni leikinn gegn Víkingi í Sambandsdeildinni sem fram fer á morgun.
Vitória og brasilíski kantmaðurinn Tete sátu fyrir svörum á fréttamannafundi á Ólympíuleikvangnum í Aþenu. Það er óhætt að segja að hann hafi verið í flóknari kantinum.
Vitória og brasilíski kantmaðurinn Tete sátu fyrir svörum á fréttamannafundi á Ólympíuleikvangnum í Aþenu. Það er óhætt að segja að hann hafi verið í flóknari kantinum.
Allir viðstaddir fjölmiðlamenn voru með heyrnartól þar sem Vitória er portúgalskur og talar ekki grísku. Tete talaði einnig portúgölsku á fundinum.
Tveir túlkar voru í litlum básum í salnum, einn sem túlkaði á grísku og annar á ensku. Tæknileg vandamál gerðu það að verkum að rásin með ensku þýðingunni virkaði ekki stóran hluta fundarins.
Þegar tæknin komst loksins í lag svaraði Vitória spurningum varðandi vandamál Panathinaikos, hversu erfitt þeir virðast eiga með að skora en þurfa ekki að fá margar sóknir á sig til að andstæðingurinn skori.
Þá sagði hann að Panathinaikos hefði að sínu mati átt að vinna fyrri leikinn í Helsinki miðað við gang leiksins. Eitthvað sem ég ætla að leyfa mér að vera ósammála.
Leikur Panathinaikos og Víkings verður klukkan 20:00 á morgun að íslenskum tíma. Víkingur leiðir 2-1 eftir fyrri leikinn. Síðar í dag verður fréttamannafundur Víkings.
Athugasemdir