KSÍ hefur í fyrsta sinn fengið úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ síðan árið 2017. KSÍ fékk í byrjun árs synjun og var þá eini umsækjandinn af 33 sem fékk ekki styrk.
En undir lok síðasta árs tóku stjórnvöld þá ákvörðun að auka framlag sitt til sjóðsins um 637 milljónir króna. Af þeim hefur tæplega 300 milljónum króna verið úthlutað og fara 24,6 milljónir til KSÍ.
En undir lok síðasta árs tóku stjórnvöld þá ákvörðun að auka framlag sitt til sjóðsins um 637 milljónir króna. Af þeim hefur tæplega 300 milljónum króna verið úthlutað og fara 24,6 milljónir til KSÍ.
Handknattleikssamband Íslands, Körfuknattleikssamband Íslands og Fimleikasamband Íslands fá stærri styrki en KSÍ en það var HSÍ sem fékk langstærsta styrkinn að þessu sinni.
ÍSÍ útskýrði það fyrr á þessu ári hvers vegna KSÍ fengi ekki styrki.
„Þrátt fyrir að KSÍ sé flokkað sem afrekssérsamband ÍSÍ og fer þar fremst í flokki á mörgum sviðum fær sambandið ekki styrk við þessa úthlutun. Er þar, líkt og síðustu ár, horft til fjárhagslegrar stöðu sérsambandsins og vísað til heimilda sem eru í reglugerð sjóðsins varðandi slíka ákvörðunartöku," sagði á heimasíðu ÍSÍ.
Athugasemdir