Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mið 19. febrúar 2025 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tomiyasu spilar ekki meira á tímabilinu
Takehiro Tomiyasu.
Takehiro Tomiyasu.
Mynd: EPA
Japaninn Takehiro Tomiyasu mun ekkert spila meira á tímabilinu með Arsenal.

Þetta kemur fram hjá The Athletic en þar segir að Tomiyasu hafi farið í hnéaðgerð og nú sé ljóst að hann komi ekkert meira við sögu á tímabilinu.

Tomiyasu hefur verið fjarri góðu gamni frá því hann kom inn á sem varamaður gegn Southampton í október síðastliðnum. Það voru hans einu mínútur með aðalliðinu á þessu tímabili.

Meiðsli hins 26 ára gamla Tomiyasu eru ekki einföld og ákvað félagið að senda hann í aðgerð.

„Þetta hefur verið erfiðasti tíminn á ferli mínum," segir japanski varnarmaðurinn.

Arsenal hefur verið í miklum meiðslavandræðum en liðið er sem stendur í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner