Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
banner
   fim 20. febrúar 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Persie að taka við Feyenoord
Mynd: EPA
Robin van Persie mun taka við sem stjóri Feyenoord en þetta kemur fram á The Athletic.

Þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United er stjóri Heerenveen en það náðist samkomulag í gær um að hann taki við Feyenoord.

Búist er við því að Rene Hake verði aðstoðarþjálfari. Hake Erik ten Hag hjá Manchester United.

Feyenoord hefur verið í leit að nýjum stjóra síðan Brian Priske var rekinn fyrir tíu dögum síðan. Van Persie hefur ekki mikla reynslu sem stjóri en hann tók við sínu fyrsta starfi þegar hann var ráðinn hjá Heerenveen í maí á síðasta ári.
Athugasemdir
banner