Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
banner
   mið 19. febrúar 2025 21:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Mbappe með þrennu í öruggum sigri á Man City - PSG stútaði Brest
Framlengt í Hollandi
Mynd: EPA
Kylian Mbappee skoraði þrennu þegar Real Madrid sló Manchester City úr leik í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hann kom liðinu yfir eftir aðeins fjögurrra mínútna leik en Raul Asencio átti langa sendingu fram völlinn. Ruben Dias lenti í miklum vandræðum og náði ekki að hreinsa boltann.

Mbappe vann hann í kapphlaupinu og vippaði boltanum yfir Ederson með viðstöðulausu skoti.

Mbappe bætti síðan öðru markinu við eftir hálftíma leik þegar hann lék á Josko Gvardiol og skoraði með skoti framhjá Ederson.

Man City komst lítið í átt að marki Real Madrid og Mbappe fullkomnaði þrennuna þegar hann átti hnitmiðað skot frá hægri í fjærhornið.

Man City fékk tækifæri undir lokin þegar úrslitin voru svo gott sem ráðin og Nico Gonzalez skoraði sárabótamark í uppbótatíma, hans fyrsta í búningi Man City. Real Madrid fer áfram en viðureignin endaði samanlagt 6-3.

PSG er komið áfram eftiir örugggan 7-0 sigur í baráttu frönsku liðanna gegn Brest, samanlagt 10-0. Þá er framlengt í Hollandi þar sem Juventus er í heimsókn hjá PSV.

Real Madrid 3 - 1 Manchester City (Samanlagt 6-3)
1-0 Kylian Mbappe ('4 )
2-0 Kylian Mbappe ('33 )
3-0 Kylian Mbappe ('61 )
3-1 Nicolas Gonzalez ('90 )

Paris Saint Germain 7 - 0 Brest (Samanlagt 10-0)
1-0 Bradley Barcola ('20 )
2-0 Khvicha Kvaratskhelia ('39 )
3-0 Vitinha ('59 )
4-0 Desire Doue ('64 )
5-0 Nuno Mendes ('69 )
6-0 Goncalo Ramos ('76 )
7-0 Senny Mayulu ('86 )

PSV 2 - 1 Juventus (3-3) (Framlenging í gangi)
1-0 Ivan Perisic ('53 )
1-1 Tim Weah ('63 )
2-1 Ismael Saibari ('74 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner