Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fim 20. febrúar 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætla að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og City á eftir Frimpong
Powerade
Marc Guehi í leik með enska landsliðinu.
Marc Guehi í leik með enska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jeremie Frimpong er orðaður við Man City og Liverpool.
Jeremie Frimpong er orðaður við Man City og Liverpool.
Mynd: EPA
Kelleher er á óskalista Chelsea.
Kelleher er á óskalista Chelsea.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að slúðrinu þennan fimmtudaginn. Þó það sé langt í sumargluggann þá er fullt af sögum í gangi.

Chelsea er staðráðið í að vinna kapphlaupið um Marc Guehi (24), varnarmann Crystal Palace. Guehi, sem er metinn á 70 milljónir punda, fór frá Chelsea til Palace sumarið 2021. (Mirror)

Chelsea hefur trú á því að félagið geti keypt Guehi í sumar þrátt fyrir misheppnaða tilraun í janúar. Liam Delap (22), sóknarmaður Ipswich, er einnig á radanum hjá Ludnúnafélaginu. (Sun)

Liverpool og Manchester City hafa bæði áhuga á Jeremie Frimpong (24), bakverði þýska meistaraliðsins Bayer Leverkusen. Frimpong er með heiðursmannasamkomulag við Leverkusen um að félagið muni hlusta á tilboð sem eru upp á 40 milljónir evra eða meira. (Teamtalk)

Arsenal er að fylgjast með stöðu franska framherjans Hugo Ekitike (22) og gæti enska félagið reynt á kraft Eintracht Frankfurt í sumar. (Metro)

Á sama tíma er bjartsýni hjá Arsenal um möguleg kaup á Marin Zubimendi (26), miðjumanni Real Sociedad. Sá valdi frekar að vera áfram í Sociedad en að fara til Liverpool síðasta sumar. (Teamtalk)

Caoimhin Kelleher (26), varamarkvörður Liverpool, er ofarlega á óskalista Chelsea fyrir sumarið og gæti hann kostað í kringum 40 milljónir punda. (Football Insider)

Lamine Yamal (17), vonarstjarna Barcelona, gefur lítið fyrir þær fréttir að hann sé mögulega á leið til Paris Saint-Germain og segist hann elska Barcelona. (Mundo Deportivo)

Luis Diaz (28) vill skrifa undir nýjan samning við Liverpool þrátt fyrir að eiga tvö ár eftir af núgildandi samningi. (TBR Football)

Barcelona gæti reynt við Diaz sem hefur lengi verið á óskalista félagsins. Hann er ódýrari kostur en Rafael Leao (25), kantmaður AC Milan. (Sport)

Al-Ahli í Sádi-Arabíu gæti gert Vinicius Junior (24), kantmann Real Madrid, að dýrasta fótboltamanni sögunnar en félagið er að skoða að gera tilboð í hann upp á 350 milljónir evra. (Teamtalk)

Leicester og Crystal Palace hafa verið að skoða Franculino Dju (20), framherja Midtjylland í Danmörku. (Bold)

Luis Boa Morte hefur áhuga á því að taka við Blackburn en hann er í dag þjálfari landsliðs Gínea-Bissá. Hann spilaði á leikmannaferli sínum meðal annars með Arsenal, Southampton, Fulham og West Ham. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner