Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, var gestur í hlaðvarpsþættinum Seinni níu á dögunum og ræddi þar við þá Loga Bergmann og Jón Júlíus.
Rætt var um keppnisskap í íþróttum og spurði Logi út í „ruslatal" (e. trash talk), hvort Gummi hefði verið í því að komast inn í hausinn á andstæðingum sínum á fótboltavellinum.
„Ég skil ekki þá sem eru ekki með keppnisskap, það er bara fólk sem hefur aldrei unnið sem ákveður að það skipti engu máli að vinna. EIn besta tilfinningin í lífinu er að vinna. Ég ætla rétt að vona að það muni aldrei detta út hjá mér. Ég get verið pirraður inn í mér út daginn yfir að hafa ekki unnið golfið um morguninn. Ef ég missi það þá er ég skíthræddur um að ég nenni ekki að fara."
Gummi sagði sögu úr leik Vals og Víkings á sínum tíma, spilað var í deildabikarnum í apríl árið 2006. Gummi var leikmaður Vals og í liði var Viktor Bjarki Arnarsson sem þá var tiltölulega nýkominn aftur í Víking úr láni hjá Fylki. Fylkir hafði reynt að kaupa hann eftir lánið en Víkingar gáfu það út að Viktor Bjarki væri ekki til sölu og hann endursamdi svo við Víking. Gumma reyndar minnti að Viktor hefði verið að koma heim frá Hollandi, en Viktor Bjarki var hjá Utrecht og TOP Oss á sínum tíma. Sagan er góð samt sem áður.
Rætt var um keppnisskap í íþróttum og spurði Logi út í „ruslatal" (e. trash talk), hvort Gummi hefði verið í því að komast inn í hausinn á andstæðingum sínum á fótboltavellinum.
„Ég skil ekki þá sem eru ekki með keppnisskap, það er bara fólk sem hefur aldrei unnið sem ákveður að það skipti engu máli að vinna. EIn besta tilfinningin í lífinu er að vinna. Ég ætla rétt að vona að það muni aldrei detta út hjá mér. Ég get verið pirraður inn í mér út daginn yfir að hafa ekki unnið golfið um morguninn. Ef ég missi það þá er ég skíthræddur um að ég nenni ekki að fara."
Gummi sagði sögu úr leik Vals og Víkings á sínum tíma, spilað var í deildabikarnum í apríl árið 2006. Gummi var leikmaður Vals og í liði var Viktor Bjarki Arnarsson sem þá var tiltölulega nýkominn aftur í Víking úr láni hjá Fylki. Fylkir hafði reynt að kaupa hann eftir lánið en Víkingar gáfu það út að Viktor Bjarki væri ekki til sölu og hann endursamdi svo við Víking. Gumma reyndar minnti að Viktor hefði verið að koma heim frá Hollandi, en Viktor Bjarki var hjá Utrecht og TOP Oss á sínum tíma. Sagan er góð samt sem áður.
„Ég veit að ég átti stundum til, alltaf á rólegum nótum samt. Til dæmis ef einhver varnarmaður á móti mér var í basli og var eitthvað pirraður út í mig, taldi að ég væri að reyna fiska eitthvað á hann, þá lét ég hann kannski vita að það væri ekki mér að kenna að félagið hans væri að reyna ná í einhvern nýjan varnarmann. Laumaði því að mönnum, reyndi að komast aðeins inn í hausinn á þeim."
„Við vorum að spila á undirbúningstímabilinu, minnir að Viktor Bjarki hafi verið nýkominn heim eftir veru erlendis. Hann var eitthvað illa fyrir kallaður í þessum leik. Þetta var á þeim tíma sem Víkingar gátu nú lítið, það hefur reyndar breyst og eru þeir stórkostlegir um þessar mundir. Viktor Bjarki var eitthvað ósáttur við mig, man ekki hverju hann var að kvarta yfir. Ég tilkynnti honum það að það væri ekki mér að kenna að Víkingur væri eina liðið sem vildi fá hann. Hann fékk svo rautt skömmu seinna. Ég náði aðeins að kveikja í honum. Ég var yfirleitt kurteis, en laumaði svona að mönnum," sagði Gummi.
Í umfjöllun Fótbolta.net um leikinn var skrifað: „Viktor Bjarki fékk svo að líta rauða spjaldið á 33. mínútu leiksins fyrir ljótt brot á Guðmundi Benediktssyni framherja Vals. Viktor fékk beint rautt spjald fyrir brotið en Guðmundur meiddist ekki og spilaði áfram."
Svo það fylgi sögunni þá skoraði Viktor Bjarki eina mark Víkinga snemma leiks. Matthías Guðmundsson jafnaði svo leikinn fyrir Val undir lok leiks. Viktor Bjarki fór svo til Lilleström í Noregi eftir tímabilið 2006. Hann er í dag aðstoðarþjálfari Víkings og undirbýr liðið fyrir stórleikinn gegn Panathinaikos á morgun.
Athugasemdir