Fótboltasérfræðingurinn Gary Neville segist hafa trú á Rúben Amorim þjálfara Manchester United. Hann telur að Portúgalinn þurfi þrjá félagaskiptaglugga áður en hann getur byrjað að ná árangri hjá félaginu.
Neville bendir á að leikkerfi Amorim sé gríðarlega erfitt leikkerfi sem krefst mikillar sérhæfingar. Venjulegir miðverðir eigi erfitt með að sinna nýju varnarhlutverki og þá sé mjög erfitt að finna tvo hæfileikaríka miðjumenn sem passa inn í kerfið.
Man Utd hefur aðeins sigrað fjóra leiki af fyrstu fjórtán undir stjórn Amorim í ensku úrvalsdeildinni.
Ljóst er að Amorim vill styrkja leikmannahóp Man Utd til muna en það gæti reynst erfitt þar sem félagið þarf að selja leikmenn til að kaupa nýja inn til að standast fjármálareglur ensku úrvalsdeildarinnar.
„Þetta 3-4-3 leikkerfi er sérstakt vegna þess að þú þarft mikla sérhæfingu inni á vellinum. Þú þarft tvo miðjumenn sem eru nægilega góðir til að spila saman og hafa getuna til að spila vel þrátt fyrir að vera einangraðir og undirmannaðir á köflum," sagði Neville.
„Það nægir ekki fyrir Amorim að kaupa góða leikmenn, hann þarf að kaupa góða leikmenn sem passa inn í leikkerfið sem hann vill spila. Hversu snöggir geta stjórnendur Man Utd verið að sækja réttu leikmennina fyrir leikkerfið hans? Þetta mun taka að minnsta kosti tvo eða þrjá félagaskiptaglugga vegna þess að við vitum að félagið er í afar bágri stöðu þegar kemur að fjármálareglunum. Félagið er búið að tapa 300 milljónum á leikmannamarkaðinum síðustu þrjú árin.
„Vonandi fær Amorim tvö eða þrjú ár til að byggja upp góðan leikmannahóp og sanna sig hjá félaginu. Eins og staðan er í dag þá er Bruno Fernandes eini leikmaður Man Utd sem kæmist inn í byrjunarliðið hjá til dæmis Tottenham."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 26 | 18 | 7 | 1 | 62 | 26 | +36 | 61 |
2 | Arsenal | 25 | 15 | 8 | 2 | 51 | 22 | +29 | 53 |
3 | Nott. Forest | 25 | 14 | 5 | 6 | 41 | 29 | +12 | 47 |
4 | Man City | 25 | 13 | 5 | 7 | 52 | 35 | +17 | 44 |
5 | Bournemouth | 25 | 12 | 7 | 6 | 44 | 29 | +15 | 43 |
6 | Chelsea | 25 | 12 | 7 | 6 | 47 | 34 | +13 | 43 |
7 | Newcastle | 25 | 12 | 5 | 8 | 42 | 33 | +9 | 41 |
8 | Fulham | 25 | 10 | 9 | 6 | 38 | 33 | +5 | 39 |
9 | Aston Villa | 26 | 10 | 9 | 7 | 37 | 40 | -3 | 39 |
10 | Brighton | 25 | 9 | 10 | 6 | 38 | 38 | 0 | 37 |
11 | Brentford | 25 | 10 | 4 | 11 | 43 | 42 | +1 | 34 |
12 | Tottenham | 25 | 9 | 3 | 13 | 49 | 37 | +12 | 30 |
13 | Crystal Palace | 25 | 7 | 9 | 9 | 29 | 32 | -3 | 30 |
14 | Everton | 25 | 7 | 9 | 9 | 27 | 31 | -4 | 30 |
15 | Man Utd | 25 | 8 | 5 | 12 | 28 | 35 | -7 | 29 |
16 | West Ham | 25 | 7 | 6 | 12 | 29 | 47 | -18 | 27 |
17 | Wolves | 25 | 5 | 4 | 16 | 35 | 54 | -19 | 19 |
18 | Ipswich Town | 25 | 3 | 8 | 14 | 23 | 50 | -27 | 17 |
19 | Leicester | 25 | 4 | 5 | 16 | 25 | 55 | -30 | 17 |
20 | Southampton | 25 | 2 | 3 | 20 | 19 | 57 | -38 | 9 |
Athugasemdir