PSV 3 - 1 Juventus (Samanlagt 4-3)
1-0 Ivan Perisic ('53 )
1-1 Tim Weah ('63 )
2-1 Ismael Saibari ('74 )
3-1 Ryan Flamingo ('98 )
1-0 Ivan Perisic ('53 )
1-1 Tim Weah ('63 )
2-1 Ismael Saibari ('74 )
3-1 Ryan Flamingo ('98 )
PSV fékk Juventus í heimsókn í seinni leik liðanna í umspili um sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Juventus vann fyrri leikinn 2-1 á Ítalíu.
Staðan var markalaust í hálfleik en hinn 36 ára gamli Ivan Perisic kom PSV yfir snemma í seinni hálfleik en hann skoraði einnig mark PSV í fyrri leiknum.
Timothy Weah jafnaði metin áður en Ismael Saibari kom PSV aftur yfir. Það urðu lokatölur, það var því jafnt í einvíginu og var farið í framlengingu.
Ryan Flamingo reyndist hetja PSV þegar hann skoraði af stuttu færi eftir mikinn vandræðagang í vörn Juventus. PSV var því síðasta liðið til að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum.
Athugasemdir