Antony hefur farið gríðarlega vel af stað með Real Betis þar sem hann er á láni frá Man Utd. Hann er virkilega ánægður að hafa tekið skrefið til Spánar.
„Ég er ánægður og er að njóta mín, hlutirnir ganga vel þegar maður er ánægður. Ég hef unnið haft að mér andlega og líkamlega til að komast hingað, þegar ég var á Englandi hélt ég áfram að vinna í andlegu og líkamlegu hliðinni. Ég var að undirbúa þetta augnablik," sagði Antony.
Hann átti mjög erfitt uppdráttar hjá Man Utd síðan hann kom til félagsins frá Ajax 2022 en segist vera búinn að finna sitt gamla form aftur.
„Ég var ekki að spila mikið en ég hef lagt mikið á mig. Ég þurfti að vera ánægður með sjálfan mig, það er mikilvægasta. Ég spilaði lítið í Manchesteer en ég er þakklátur Betis og stjóranum."
„Ég á marga vini sem hafa spilað hérna og þeir róuðu mig svo ég gat skrifað undir hérna. Ég var viss í hjarta mínu að það væri rétt ákvörðun að koma hingað. Ég vona að þetta haldi svona áfram. Ég hef líka átt góða tíma hjá Manchester, vann tvo titla en ég hef fundið sjálfan mig, fólkið hérna er eins og við í Brasilíu. Sólin hjálpar líka mikið."
Athugasemdir