Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mið 19. febrúar 2025 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Upphæðin sem Man Utd borgaði Ten Hag staðfest
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Manchester United hefur staðfest það að Erik ten Hag og hans teymi fengu 14,5 milljónir punda í starfslokagreiðslur á síðasta ári.

Ten Hag var rekinn frá Man Utd eftir erfiða byrjun á tímabilinu, var hann látinn fara þann 28. október síðastliðinn.

Núna hefur Man Utd staðfest að það kostaði félagið 10,5 milljónir punda að reka Hollendinginn og teymi hans, eða rúmlega 1,9 milljarða íslenskra króna.

Ten Hag var á sínu þriðja tímabili með Man Utd en hann gerði nýjan samning við félagið síðasta sumar, áður en hann var rekinn. Við það hækkaði upphæðin sem Man Utd þurfti að punga út við brottreksturinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner