Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
banner
   mið 19. febrúar 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gæti verið að Dele þreyti ekki frumraun sína fyrr en á næsta tímabili
Dele Alli.
Dele Alli.
Mynd: Como
Möguleiki er á því að Dele Alli muni ekki leika sinn fyrsta leik fyrir ítalska félagið Como fyrr en á næsta tímabili.

Dele hefur ekki spilað fótbolta í tæp tvö ár vegna meiðslavandræða og andlegra vandamála.

Hann lék aðeins 13 leiki fyrir Everton frá 2021 þar til hann var lánaður til Besiktas í janúar 2023. Hann spilaði 15 leiki í Tyrklandi.

Dele gekk svo til liðs við Como í janúar síðastliðnum en hefur ekki enn spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið. Cesc Fabregas, þjálfari Como, segir að það þurfi að sýna enska miðjumanninum þolinmæði.

„Ég vil ekki setja pressu á hann. Dele hefur ekki spilað í marga mánuði. Frá og með næsta mánudag þá mun hann æfa á fullu með liðinu," segir Fabregas.

„Við erum hér til að hjálpa honum. Ég tel að við getum gert það. Hann þarf þolinmæði."

Fabregas segir að Dele sé að vinna í því að komast í gott stand fyrir næsta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner