Það er stórleikur framundan þegar Real Madrid fær Man City í heimsókn í leik um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Real Madrid er með 3-2 forystu í einvíginu eftir svakalegan endurkomusigur á Etihad.
Carlo Ancelotti gerir eina breytingu á liðinu sem vann sterkan sigur á Etihad í fyrri leiknum. Antonio Rudiger kemur aftur inn í liðið eftir að hafa meiðst í upphafi þessa mánaðar.
Eduardo Camavinga fær sér sæti á bekknum og Aurelien Tchouameni færir sig á sinn stað á miðjuna. Jude Bellingham er í byrjunarliðinu en hann var dæmdur í tveggja leikja bann í spænsku deildinni í dag. Þá er miðjumaðurinn Federico Valverde áfram í hægri bakverði.
Erling Haaland meiddist lítillega gegn Newcastle um helgina og getur ekki byrjað í kvöld. Hann er hins vegar til taks á bekknum, Omar Marmoush skoraði þrennu gegn Newcastle og byrjar frammi. Þá er risa tækifæri fyrir Abdukodir Khusanov sem mun sjá um að reyna halda Vinicius Junior í skefjum.
Real Madrid: Courtois, Valverde, Rudiger, R. Asencio, Mendy, Tchouameni, Ceballos, Bellingham, Rodrygo, Mbappe, Vinicius Jr.
Bekkur: Lunin, Sergio Mestre, Alaba, Camavinga, Modric, Arda Guler, Endrick, Lucas V., Vallejo, Fran Garcia, Brahim.
Man City: Ederson, Khusanov, Stones, Dias, Gvardiol, Nico, Gundogan, Bernardo, Foden, Savinho, Marmoush
Bekkur: Ortega Moreno, Carson, Ake, Kovacic, Haaland, Grealish, Doku, De Bruyne, Nunes, Lewis, McAtee
Athugasemdir