Fyrrum Víkingurinn Kemar Roofe er genginn í raðir Derby County og skrifar þar undir samning út tímabilið.
Roofe var án félags en það er stutt síðan hann yfirgaf Rangers í Skotlandi.
Roofe var án félags en það er stutt síðan hann yfirgaf Rangers í Skotlandi.
Hann hafði verið nefndur í grein hjá Sky Sports á dögunum um leikmenn sem Arsenal gæti sótt á frjálsri sölu en hann hefur núna samið við Derby County í næst efstu deild Englands.
Derby er í harðri fallbaráttu og vonast félagið til að Roofe muni hjálpa í þeirri baráttu.
Roofe er 32 ára gamall en hann lék á láni með Víkingum sumarið 2011. Kom hann þá við sögu í þremur leikjum og skoraði eitt mark.
Athugasemdir