Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fim 20. febrúar 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi skoraði í nístingskulda í Kansas
Mynd: EPA
Inter Miami heimsótti Sporting Kansas FC í 32 liða úrslitum Meistaradeild Ameríku í nótt.

Það var gríðarlega kalt í Kansas, aðstæður sem Miami þekkir ekki vel en það var tæplega -20 gráður.

Lionel Messi, Luis Suarez og Sergio Busquets voru á sínum stað í byrjunarliði Miami en Jordi Alba var ekki í leikmannahópnum. Javier Mascherano er stjóri liðsins.

Lionel Messi skoraði eina mark leiksins eftir sendingu frá Sergio Busquets. Seinni leikurinn fer fram þann 26. febrúar í Flórída og veðrið verður væntanlega andstæða við veðrið í Kansas.

Sjáðu markið hér

Athugasemdir
banner
banner