Ademola Lookman var skammaður af þjálfara sínum hjá Atalanta, Gian Piero Gasperini, í gær eftir að hann tók vítaspyrnu gegn Club Brugge í Meistaradeildinni.
„Lookman átti ekki að taka þessa vítaspyrnu, hann er ein af verstu vítaskyttum sem ég hef nokkurn tímann séð," sagði Gasperini.
„Lookman átti ekki að taka þessa vítaspyrnu, hann er ein af verstu vítaskyttum sem ég hef nokkurn tímann séð," sagði Gasperini.
„Hann vildi taka vítið eftir að hafa skorað fyrsta markið. Hann tók boltann og ákvað að fara sjálfur þó að Retegui og De Ketelaere hafi verið á vellinum. Mér líkar ekki við þetta sem hann gerði."
Ef Lookman hefði skorað úr vítaspyrnunni, þá hefði Atalanta komist aftur inn í einvígið en Simon Mignolet varði frá honum. Club Brugge fór svo með sigur af hólmi.
Eftir klúður Lookman í gær, þá hefur það verið rifjað upp að hann tók eina verstu vítaspyrnu sögunnar.
Það var í leik með Fulham gegn West Ham árið 2020. Sjón er sögu ríkari.
Ademola Lookman. pic.twitter.com/XR7kXFfuH3
— Central (@WestHam_Central) May 22, 2024
Athugasemdir