Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fim 20. febrúar 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjórnarmaður Chelsea um Maresca: Það er 100 prósent
Enzo Maresca.
Enzo Maresca.
Mynd: EPA
Enzo Maresca er ekkert að fara að missa vinnuna hjá Chelsea þrátt fyrir erfitt gengi að undanförnu.

Þetta segir Jonathan Goldstein, stjórnarmaður hjá Chelsea.

Lundúnafélagið var í toppbaráttu framan af tímabili en svo fór liðinu að fatast flugið. Chelsea er núna í sjötta sæti og í hættu á að missa af Meistaradeildinni.

„Hann er að standa sig vel," sagði Goldstein um Maresca.

„Þessar síðustu sex vikur hafa verið erfiðari en Enzo hefur gert vel í að koma liðinu saman."

Aðspurður að því hvort starf Maresca væri öruggt út tímabilið, þá sagði Goldstein: „Það er 100 prósent."
Athugasemdir
banner
banner
banner