Enzo Maresca er ekkert að fara að missa vinnuna hjá Chelsea þrátt fyrir erfitt gengi að undanförnu.
Þetta segir Jonathan Goldstein, stjórnarmaður hjá Chelsea.
Þetta segir Jonathan Goldstein, stjórnarmaður hjá Chelsea.
Lundúnafélagið var í toppbaráttu framan af tímabili en svo fór liðinu að fatast flugið. Chelsea er núna í sjötta sæti og í hættu á að missa af Meistaradeildinni.
„Hann er að standa sig vel," sagði Goldstein um Maresca.
„Þessar síðustu sex vikur hafa verið erfiðari en Enzo hefur gert vel í að koma liðinu saman."
Aðspurður að því hvort starf Maresca væri öruggt út tímabilið, þá sagði Goldstein: „Það er 100 prósent."
Athugasemdir